Gjaldskrá TR fyrir tannlæknaþjónustu.

Gjaldskrá TR fyrir tannlæknaþjónustu.

Nauðsynlegt er að fá nýja og uppfærða gjaldskrá fyrir tannlæknaþjónustu hjá TR. Endurgreiðsla sem á að vera 75% fyrir öryrkja og eldri borgara er að meðaltali ekki nema 25% og í sumum tilfellum enn minna. Þetta þarf að laga strax því svona hefur þetta verið í allt of langan tíma. Hægt væri að taka meðaltal af öllum verðskrám allra tannlækna á landinu sem hægt væri að styðjast við, eða nota sömu verðskrá og notuð er fyrir börn, sem frekar nýlega var gerð.

Points

Öryrkjar og eldri borgarar eigi að fá 75% endurgreiðslu af tannviðgerðum frá TR. Sökum löngu úreltrar gjaldskrár TR sem farið er eftir eru þessi 75% aldrei nema að meðaltali um 25% endurgreiðsla. Þessir hópar fara þ.a.l. ekkert til tannlæknis árum og jafnvel áratugum saman sökum kostnaðar og líða fyrir það. Það er skömm að þessu og óskiljanlegt að ekki sé löngu búið að lagfæra þetta. Hvaða flokkar vilja beita sér fyrir því að lagfæra þessa gjaldskrá strax eftir kosningar?

Sammála Bylgju

Mér finnst reyndar að í það minnsta að aldraðir og öryrkjar ættu bara ekkert að greiða fyrir tannlæknaþjónustu og að í raun ætti munnurinn á okkur að lúta sömu forsendum og restin af líkamanum. Við ættum, ef við tækjum þetta alla leið að vera með heilbrigðisþjónustuna fría.

Það eru sjúklingahópar eins og t.d. líffæraþegar sem eiga að fá tannlæknakostnað sinn að fullu greiddan, en vegna þess að gjaldskrá sem miðað er við hefur ekki verið uppfærð í meira en áratug er langt frá því að staðið sé við þetta. Þessi gjaldskrá þarf að uppfærast árlega til að réttur sjúklinganna sé tryggður

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information