Klárum nýja spítalann og plönum strax annan á betri stað.

Klárum nýja spítalann og plönum strax annan á betri stað.

Langan tíma hefur tekið að plana og rífast um nýja spítalann. Ég legg til að öll sú vinna sem varið hefu nú þegar í að byggja við Landspítalann við Hringbraut verði ekki til einskis og hún verði kláruð. Á sama tíma þarf að byrja skipulagsvinnu sem þarf til að byggja enn nýrri spítala á betri stað á höfuðborgarsvæðinu. Sá spítali skal vera staðsettur og hannaður í samvinnu við starfsfólk LSH sem munu vinna þar og bygður til að endast og svo að auðvelt sé að bæta við þegar þörf verður á því.

Points

Um leið og nýji spítalinn verður tilbúinn mun hann verða úreltur, ef marka má þann tíma sem þegar hefur farið í planleggingar og skipulag. Hringbraut er ekki rétti staðurinn fyrir Landspítalann en það væri sóun að henda þeirri vinnu sem hefur þegar farið í viðbætur þar. Svo í stað þess að þessi að stroka allt út og byrja upp á nýtt er best að klára það sem við erum byrjuð á og setja sjónir strax lengra fram í tímann og byrja á byggja nýrri spítala.

Hvað með einkareknar stofur lækna??

ég er þessu mjög sammála þar sem fyrir það fyrsta er þjóðini að fjölga og fólk lifir lengur við þurfum stærra svæði , að hafa spítala í miðbæ rvk er úrellt hugmynd svæðið er of þröngt, það er hrikalega erfitt að rýma svæðið ef til þess kemur , við þurfum stærri , nútímalegri spítala fjarri miðbæ og meira miðsvæðis , nær keflavík sérstaklega ef á að leggja rvk flugvöll af.

Nýr spítali sem er austar á höfuðbirgarsvæðinu mun þjóna stærra svæði betur og hraðar. Ef fólki finnst mínútur skipta máli vegna staðsetningar flugvallarins þá eru þær fjölmargar mínúturnar sem myndu sparast fyrir sjúkrabíl frá suður og vesturlandi ef spítalinn væri ekki í miðbænum.

Hugmyndin um að klára og byggja annan nýjan og betri er mjög góð. Stærsta tækifæri í því væri hinsvegar að gera þá að tveimur - en ekki einni - stofnun. Háskóli Íslands fór fyrst að blómstra þegar aðrir skólar voru styrktir í samkeppni. Landspítala hefur hrörnað stöðugt frá því öllum spítölum var steypt inn í hann - mál er að linni.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information