Viðreisn vill stórefla geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi. Færa skal sálfræðiþjónustu undir kerfi almannatrygginga í skrefum, en forgangsraða í þágu yngstu og viðkvæmustu hópa. Tryggja verður aðgengi að sálfræðiþjónustu fyrir nemendur á öllum skólastigum. Fjölga þarf stöðugildum sálfræðinga á heilsugæslustöðum. Við þurfum líka að efla þjónustuna um allt land og við megum ekki vera hrædd við nýjar útfærslur á þjónustunni.
Geðræn vandamál eiga sér oft langan aðdraganda og hafa lamandi afleiðingar í för með sér fyrir einstaklinga og fjölskyldur þeirra. Samfélagslegur kostnaður er líka mikill. Enginn á að þurfa að neita sér um aðstoð vegna kostnaðar. Þess vegna er mikilvægt að við getum gripið skjótt inn með forvörnum sem létta á bráðaþjónustu til lengri tíma. Heilbrigðis-, skóla- og félagsmálayfirvöld þurfa að vinna náið saman í þessum málum.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation