Stórefling í geðheilbrigðismálum

Stórefling í geðheilbrigðismálum

Viðreisn vill stórefla geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi. Færa skal sálfræðiþjónustu undir kerfi almannatrygginga í skrefum, en forgangsraða í þágu yngstu og viðkvæmustu hópa. Tryggja verður aðgengi að sálfræðiþjónustu fyrir nemendur á öllum skólastigum. Fjölga þarf stöðugildum sálfræðinga á heilsugæslustöðum. Við þurfum líka að efla þjónustuna um allt land og við megum ekki vera hrædd við nýjar útfærslur á þjónustunni.

Points

Geðræn vandamál eiga sér oft langan aðdraganda og hafa lamandi afleiðingar í för með sér fyrir einstaklinga og fjölskyldur þeirra. Samfélagslegur kostnaður er líka mikill. Enginn á að þurfa að neita sér um aðstoð vegna kostnaðar. Þess vegna er mikilvægt að við getum gripið skjótt inn með forvörnum sem létta á bráðaþjónustu til lengri tíma. Heilbrigðis-, skóla- og félagsmálayfirvöld þurfa að vinna náið saman í þessum málum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information