Allir eiga að hafa rétt á gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu, í heimahéraði eftir því sem hægt er. Það þýðir massífa uppbyggingu heilsugæslu og sjúkrahúsaþjónustu um allt land. Og heilbrigðisþjónusta er ekki fyrsta flokks nema allir geti notið hennar. Í dag leitar fimmti hver Íslendingur sér ekki læknishjálpar vegna kostnaðar. Á meðan svo er, er okkar kerfi ekki fyrsta flokks.
Heilbrigðisþjónusta er mannréttindi og þeirra eiga allir að njóta. Það er engin réttlæting fyrir því að auðugt samfélag sé með slakt heilbrigðiskerfi, sem er fjársvelt og úthýsir fimmta hverjum vegna kostnaðar. Við höfum ekki efni á að spara í heilbrigðisþjónustunni, enda er heilsuleysi dýrt, ekki bara fyrir þann sem missir heilsuna, heldur fyrir allt samfélagið.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation