Frístundarrúta milli svæða innan bæjarins

Frístundarrúta milli svæða innan bæjarins

Mikil þörf er á frístundarrútu sem keyrir á ákveðnum tíma milli allra hverfa í bænum frá ca kl 14:15-17:30 Þannig gætu börn ferðast á milli skóla innan bæjarins og frístundarsvæða, svo sem Lágafell, Varmá, Golfvallar, Listaskóla og til og frá öllum hverfum og skólum. Þetta myndi hafa mikil og góð áhrif á bæjarumferðina þar sem börnin geta tekið frístundarrútuna heim og foreldrar þurfa ekki að koma á bílum sínum og ná í börnin eftir frístundir þar sem myndast oft langar biðraðir af bílum .

Points

Erfitt er fyrir börn að ferðast á milli skóla og frístunda. Með fleiri skólum í stækkandi bæ og miklu framboði af frístundariðkun í bænum þá þurfa börnin oft að komast á milli svæða og með föstum ferðum á milli hverfanna og framhjá þeim svæðum sem frístund er í boði í bænum getum við minnkað umferð foreldra á bílum í bæjarfélaginu þar sem þessi rúta mun sjá um að flytja börnin. Eykur umferðaröryggi í bænum, Mikið af bílum er samankomið t.d. við Varmá seinni partinn að ná í börn af æfingum.

Minndi minnka mikið skutl sem fer fram hér í þessum bæ mikill umferðaöngþeyti við íþróttahús með tilheyrandi hættum.

ég by uppí dal og mín börn eru orðin stór en ég rallaði hér á milli allan daginn alla daga. þetta er löngu tímabært þar sem mosfellsbær er örugglega með lengstu ferðaleiðir barna á öllu landinu og biðröð bíla í gangi við íþróttahúsið þegar verið er að sækja börnin bara getur ekki verið góð fyrir kolefnissporið

Nú hafa 30 verkefni verið valin í íbúakosningu Okkar Mosó 2019 17.-28.maí. Þessi hugmynd var ekki valin að þessu sinni eða önnur sambærileg hugmynd valin. Við hvetjum þig til þess að taka þátt í að velja hugmyndir og að hvetja alla Mosfellinga 15 ára og eldri til þess að kjósa hér: kosning2019.mos.is. Nánari upplýsingar er að finna á mos.is/okkarmoso

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information