Kulnun og sjúkleg streita eru algeng ástæða vanlíðunar og skerðingar á starfsgetu. Góð reynsla hefur fengist víða erlendis af hreyfingu, slökun og meðferð úti í náttúrunni og sem nefnd hefur verið Græn endurhæfing. Í austurhluta Fossvogsdals hafa verið gerðir fjölbreyttir og skemmtilegir göngustígar og trjágróður er vel merktur og er þetta svæði mjög hentugt fyrir slíka starfssemi.
Erlendar rannsóknir benda til að útivist, hreyfing, slökun og núvitund ásamt einföldum verkefnum í náttúrunni sé frábær leið og ódýr til að koma í veg fyrir og meðhöndla kulnun og sjúklega streitu. Þegar er til staðar reynsla hvað þetta varðar hérlendis hjá Forvörnum- Streituskólanum.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation