Íþróttahúsið á Hellissandi

Íþróttahúsið á Hellissandi

Fara í nauðsynlegar endurbætur á Íþróttahúsinu á Hellissandi þannig að hægt sé að nýta það betur. Setja þarf í forgang að skipta um neysluvatnslagnir.

Points

Jafnvel bara rífa það....

Væri ekki nær að rífa þessi ónýtu hús Röstina og íþróttarhúsið sem eru engum boðleg í dag fullar af músum og halda ekki vatni og byggja nýtt lítið fjölnota hús sem kæmi í staðin fyrir Röstina og Íþróttarhúsið.

Lagnir virðast vera ónýtar og ekki óhætt fyrir börn í skólaíþróttum að drekka úr krönunum. Með frekari endurbótum væri hægt að finna húsinu stærra hlutverk og gera það að meira aðlaðandi kosti fyrir fjölbreytta notkun.

Gæti verið flott íþróttahús ef það yrði gert upp og fólk myndi þá kannski flytja úr á Hellissand ef það sér að það er góðar aðstæður fyrir börn að búa þar og geta iðkað íþróttir þar.

Algjörlega sammála. Þetta húsnæði er svo ógeðslegt að innan að það er varla bjóðandi að leyfa krökkunum að sprikkla þarna inni. Hélt einu sinni barnaafmæli þarna og fékk sjokk yfir því hversu ósmekklegt þetta væri.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information