Loka fyrir akstur á skólalóð Álfhólsskóla/Hjalla

Loka fyrir akstur á skólalóð Álfhólsskóla/Hjalla

Nokkuð algengt er að bílar keyri inná skólalóðina og taki hring á lóðinni. Oft er töluverð ferð á bílunum og skapast mikil hætta, sérstaklega þegar keyrt er fyrir hornið. Iðulega eru börn að leik á lóðinni, bæði gangandi og á hjólum. Það má með nokkuð einföldum leiðum hindra óviðkomandi akstur á lóðinni og gera lóðina þannig öruggari.

Points

Í raun ætti að loka fyrir óviðkomandi umferð á öllum skólalóðum í bæjarfélaginu, enda eiga börn að geta leikið sér óhullt á skólalóðinni sinni. Að tryggja öryggi barna við leik ætti að vera forgangsatriði hjá bæjarfélaginu og akstur bíla á leiksvæði er stórhættulegur og þarf að stoppa strax.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information