BMX/Fjallahjólabraut milli Engihjalla og Trönuhjalla.

BMX/Fjallahjólabraut milli Engihjalla og Trönuhjalla.

Á malarvellinum sem er á milli Engihjalla og Trönuhjalla mætti búa til mjög skemmtilega BMX/Fjallahjólabraut sem væri hægt að leika, æfa og keppa í. Krakkar frá 7 ára aldri hafa mjög gaman af því að hjóla í torfærum og leika sér. Mikil aukning hefur orðið á hjólreiðum á Íslandi síðustu ár og vantar sárlega aðstöðu fyrir krakkana til að æfa, sérstaklega innan höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er prýðilega miðsvæðis í Kópavogi og gefur mikla möguleika á skemmtilegu hjólasvæði.

Points

Mikil þörf er á að styðja við aðrar íþróttir en boltaíþróttir í Kópavogi, svokallaðar jaðaríþróttir eru nauðsynlegar. Svæðið er ekki lengur notað af fótboltaiðkendum. Tilvalið leiksvæði fyrir hjólandi börn. Breiðablik hefur nú hjólreiðaæfingar fyrir unglinga og gæti þetta verið góð viðbót við þær. Ekki þyrfti mikið að gera við svæðið og væri það allt afturkræft.

Svona svæði er besta leiðin til að kynna börn og krakka fyrir hjólreiðum sem íþrótt, á öruggu svæði. Þetta er bæði skemmtileg afþreying fyrir krakka á öllum aldri, og frábær inngangur í afreksíþrótt. Svona svæði er tímabært skref samhliða aukinni iðkun á hjólreiðum, sem skapar þörf á góðu leik og æfingasvæði fyrir börn og unglinga.

Þar sem fjöldinn hefur verið að aukast töluvert í hópi þeirra sem stunda hjólreiðar er þetta algerlega tímabært. Svona braut er líka frábær fyrir foreldra til að leika sér með börnunum því hún hentar fyrir alla aldurshópa.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information