Draga úr umferðarhraða á Lækjargötu.
30 km/klst er gífurlega lítill hraði. Það er algjör óþarfi að hafa hann svona lágan. Ef þér finnst hraðinn vera of mikill þá er það mjög líklega útaf því að þú ert að sjá fólk keyra yfir 50 km/klst.
Ég bý á Lækjargötu með tvö lítil börn. Umferðin um þessa götu er mjög mikil og hröð, langt yfir hámarkshraða. Ef ég ætla að labba með börnin í miðbæ, skóla eða leikskóla þarf alltaf að fara yfir götuna og þá er eins gott að missa engan frá sér. Þarna eru líka mörg húsin byggð alveg við götuna, þannig að þessi gata hentar engan vegin fyrir hraða umferð.
Styð undir - bærinn væri mjög betri staður að lífa ef dregið verði úr umferð bíla og hávaða, m.a. við Lækinn, þar sem íbúðarhús og útivistarsvæði eru rétt við götuna. Það borgar sig að lækka hraðann á 30 km - umferðaflæði er jafnari (minni bið), meiri öryggi og minni hávaði.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation