Mig langar að kasta fram þeirri hugmynd að útbúin verði skíðabrekka við Vallahverfið/Skarðshlíðina í líkingu við þá sem er í Breiðholtinu. Frábært væri að hafa litla skíðalyftu og útbúa einnig snjóþotu og sleðabrekku á staðnum. Ég er þess fullviss um að þetta yrði mikið notað á veturna af fjölskyldum hér í bæ. Það þarf ekki mikinn tilkostnað til að þessi hugmynd yrði að veruleika og skora ég á bæjaryfirvöld að skoða þetta af fullri alvöru.
Frábær hugmynd
Þetta er frábær hugmynd. Fá sport eru jafn mikil fjölskyldusport og skíði
Frábær hugmynd
Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna innanbæjar á veturna
Geggjuð hugmynd. Bjó við hliðina á þessari brekku í Breiðholti sem barn og það var æði. Iðaði allt af lífi. Væri æði að fá eitthvað svipað hér 😊
Væri æði að fá svona brekku. Við fjölskyldan myndum pott þétt eyða miklum tíma þarna á veturnar
Væri frábært
góð hugmynd, nóg af brekkum í Skarðshlíðinni og þetta yrði mikið notað.
Frárbær hugmynd! Sem myndi nýtast öllum Hafnfirðingum ⛷🏂🎿👍😍
Frábær hugmynd, gerir hverfið okkar enn meira fjölskyldu og utivistavænna.
Flott hugmynd
Frábær hugmynd. Margir Hafnfirðingar keyra í Breiðholtið eða Árbæinn til að komast í smá brekku mrð börnin. Yrði örugglega vel sótt. Snjóþotu/sleðabrekka og skíða/brettsbrekks yrðu að vera aðskilin.
já takk
Frábær hugmynd! Áfram fjölskyldubærinn Hafnarfjörður ❤️
Væri heldur betur vinsælt a mínu heimili 🙂
Þetta er besta hugmynd sem ég hef heyrt! Þvílíka aðdráttaraflið sem þetta hefði sem og að gerir lífið töluvert auðveldara fyrir þá sem vilja skella sér á skíði / snjóbretti / sleða. Það væri kjörið að vera með töfrateppi eins og er í bláfjöllum þarna! :)
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation