Hættið að láta hreyfihamlaða og aldraða líða eins og 2. eða 3. flokks einstaklingum, sýnið þeim smá virðingu og bjóðið þeim sömu þjónustu og nágranna sveitarfélögin eru að bjóða uppá á sama verði.
Það er alvitað að öllum breytingum fylgir einhver kosnaður enn það þýðir ekki að hann sé varanlegur.
Með Þjónustu Strætó fylgdi ekki bara betri þjónusta heldur gaf hún meira öryggi t.d. með SMS boðkerfi sem lét farþega vita með góðum fyrirvara um næstu ferð, heldur var símaver Strætó betur mannað, notendum gefinn sá kostur að bóka ferðir sínar sjálfir á heimasíðuni og sjá hvar bíllinn var í rauntíma. Þá voru bílarnir auðsjáanlegri og þjónustan sú sama á nær öllu höfuðborgarsvæðinu að Kópavogi frátöldum. þá var lífið bara eitthvað miklu þægilegra.
Með aukinni samvinnu eykst sparnaður til langstíma. Þá er jafnræðis gætt og þjónusta við notendur eykst til muna. Þá sitja allir þeir sem minna meiga sín að sama borðinu.
Þessu fylgir aukinn útgjöld
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation