Ég og hundurinn minn röltum reglulega nýja göngustíginn við Óseyrabraut. Virkilega fallegur stígur. Vandamálið er að það er allt út í hundaskít og oft mikið af rusli enda eru engar ruslafötur á leiðinni. Ætti ekki að vera erfitt að skella nokkrum ruslafötum á leiðina.
Rökin eru einföld. Ruslafötur hvetja fólk að henda rusli í þær og þá er kannski líklegra að hudnaeigendur taki upp eftir hundana sína.
Sammála!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation