FrisbíGolf er íþrótt sem spilast eins og Golf, en Frisbídiskum er kastað frá teig, og er markmiðið að koma disknum í þar til gerða körfu í sem fæstum köstum.
Fyrir þremur árum var settur upp FrisbíGolf völlur á Klambratúni í Reykjavík og hefur vægast sagt verið vel heppnað. Þar má sjá fólk á öllum aldri iðka þetta skemmtilega sport sér til ánægju og heilsubótar. Víðistaðatúnið er einstaklega vel til þess fallið að setja upp slíkan völl, býður upp á einn skemmtilegasta völl landsins. Nánari upplýsingar um FrisbíGolf má finna á www.folf.is og á www.pdga.com. Að setja upp fullbúinn 9 brauta FrisbíGolf völl kostar um 1.5 - 2 milljónir.
Ódýrt og aðgengilegt fjölskyldusport sem dregur jafnvel hörðust sófadýr út að hreyfa sig.
það er hægt að stunda þetta allt árið
Búið er að samþykkja svona völl á Víðistaðartúni bæði í Fjölskyldurráði og Umhverfis- og framkvæmdarráði. Hlakka til að spila FrisbíGolf á Víðistaðartúni!
Er ekki nú þegar folf á Víðistaðatúni?
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation