Mín hugmynd til að skapa öruggari umferð kringum Hellisgerði er að loka Hellisgötu við þrengingu að Siggubæ.Gatan yrði síðan botngata í báðar áttir og miðað við göngusvæði kringum Hellisgerði. Ennfremur tel ég að setja mætti hraðahindrun á Reykjavíkurvegi við garðinn og svæðið merkt á sama hátt og við merkjum skóla og leikskóla
Sem íbúi á Hellisgötu með ein 6 barnabörn, verð ég að segja að umferðin við þessa götu er oft á tíðum hættuleg.Gatan er þröng,bílastæði í litlu samræmi við íbúafjölda en umferðarhraðinn tekur síður en svo alltaf tillit til þess.Garðurinn er prýði bæjarins og að undanförnu hefur mikil vinna verið lögð í að gera hann upp en þarna má betur gera
Sem íbúa á Norðurbraut finnst mér ekki skynsamlegt að ekki sé hægt að keyra þarna í gegn þ.e. frá Reykjavíkurvegi og að Norðurbraut/Vesturbraut. Hins vegar þætti mér ágætis lausn að setja einstefnu á þennan part Hellisgötu og þá frá Reykjavíkurvegi og að Norðurbraut. Það myndi minnka umferðina og að auki auka umferðaröryggi á krossgötum Reykjavíkurvegar og Hellisgötu. Þá þarf nauðsynlega að koma fyrir gangbrautarljósum á Reykjavíkurvegin þar sem gangbrautin er í dag á móts við garðinn.
það eru endalausar einstefnur hér í gamlabænum og ef hellisgötu yrði lokað þá kæmist maður ekki heim til sín nema að fara einhverja risa króka leið. ég er hlyntur einstefnu í átt að norðurbænum frá reikjavíkurvergi um þessa götu en ekki að lokað yrði í báða enda.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation