Það þarf að lengja tímann á græna gönguljósinu yfir Lækjargötuna við gatnamótin hjá Öldugötu. Þetta er ekki breið gata en þrátt fyrir það nær rösk fullorðin manneskja bara yfir hana hálfa áður en rauða ljósið kemur. Börn og þeir sem færa hægar yfir eiga ekki möguleika á að komast yfir götuna á grænu ljósi.
Umferð við Lækjargötu getur verið bæði þung og hröð. Ég fer reglulega yfir götuna við þessi gangljós með 7 ára dóttur minni og þarf að útskýra það reglulega afhverju við séum að fara yfir "á rauðu ljósi". Við förum hratt yfir, enda vitum við af þeim skamma tíma sem við höfum, en náum þrátt fyrir það aldrei yfir á grænu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation