Skilgreina ákvarðanaferlið fyrir hugmyndir á þessum vef

Skilgreina ákvarðanaferlið fyrir hugmyndir á þessum vef

Þessi vefur, betrihafnarfjordur.is, er frábær leið til þess að opna á umbótahugmyndir bæjarbúa. Ég sakna þess samt að ferlið fyrir vinnslu á þessum hugmyndum sé ljóst og opinbert. Ég myndi vilja sjá hvað ræður því hvort bærinn komi að verkefnum og hvort gert sé ráð fyrir því að hugmyndir rati inn á framkvæmdaáætlanir bæjarins.

Points

Eitthvað að frétta hér?

Ég er dálítið hræddur um að ef bæjarbúar sjái ekki uppskeru af því sem er sáð á þessum vef að þá muni þetta verkefni ekki verða það öfluga tól sem það gæti orðið. Það hreyfiafl í þjóðfélaginu sem berst fyrir gegnsærri stjórnsýslu fer stækkandi og þessi vefur getur sannarlega nýst í því samhengi ef ferlið verður skýrt til enda.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information