Torg við Ísbúð Vesturbæjar

Torg við Ísbúð Vesturbæjar

Lokum þremur/fjórum bílastæðum beint fyrir framan ísbúðina. Það er oft mikil umferð og mikil stemming í kringum ísbúðina og biðröð sem nær jafnvel út úr búðinni. Ef bærinn lokaði þeim stæðum sem væru næst búðinni og settu þar í staðinn borð þá yrði strax til eitt líflegasta svæði bæjarins á sólríkum stundum. Það eru hundruð bílastæða allt í kring og lítið sem tapast við að taka þessi þrjú í burtu.

Points

Ísbúðin er oft langvinsælasta svæðið í miðbænum en með því að hafa bílastæði næstum inn í búðinni eins og er í dag þá þrífst ekkert mannlíf í kringum þessa vinsælu starfsemi.

Það mætti alveg endurskoða alveg einmitt þetta svæði þarna fyrir framan í heild sinni. Tengja betur bakaríið og kirkjuna/tónlistarskólasvæðið við ísbúðina fyrir gangandi vegfarendur. En það þarf að huga að umferðinni líka.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information