Sjósund nýtur vaxandi vinsælda og frábær aðstaða laðar að gesti í bæjarfélagið. Uppsetning á útisturtum, útiklefum og jafnvel heitri útilaug í nálægð við sundhöllina sárvantar fyrir okkur Hafnfirðinga sem förum í sjósund, en löbbum í sloppum heim til þess að skola af okkur og skipta um föt eða förum í önnur sveitafélög til þess að stunda sjósundið okkar.
Sjórinn og grunn aðgengi er til fyrirmyndar í Hafnarfirði, ekki nein þörf á raski á fjörumyndinni til þess að hugmyndin geti orðið að veruleika. Nú þegar eru tröppur að aðstöðunni tiltækar og nægt pláss til þess að setja upp einfaldar útisturtur og látlaust skýli fyrir föt og handklæði. Þá eru útilaugar og manngerð nátturuböð eru orðin sjálfsagður hluti af íslenskri menningu og liggur beinast við að yrði í framhaldi að veruleika og myndi tryggja Hafnarfirði áframhaldandi forskoti
Mæli með þessu, góð staðsetning við Sundhöllina eða við vestur enda götunnar
Snilldarhugmynd! Styð eindregið að geta stundað sjósund í mínum heimabæ.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation