Bæta aðgengi að Heiðmörk

Bæta aðgengi að Heiðmörk

Heiðmörkin er eitt vinsælasta útivistarsvæði Garðbæinga. Til að komast að svæðinu úr Garðabæ þarf að fara inná svokallaðan Flóttamannaveg. Mikilvægt er að draga úr umferðarhraða á honum með þrengingum, hraðahindrunum eða öðrum leiðum til að bæta öryggi gangandi, hlaupandi og hjólandi fólks. Aðkoma að bílstæðum við Vífilsstaðavatn er hættuleg. Sérstaklega norðan meginn við vatnið við Elliðavatnsveg. Lagt er til að Garðbær breyti veginum til að bæta öryggi útivistarfólks á svæðinu.

Points

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verður komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins stendur yfir til og með 20. maí og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar,  www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Alltof mikill hraði þarna og það er dimmt og fólk ekki alltaf að keyra eftir aðstæðum

Mikil og hröð umferð þarna. Stórhættulegt að fara yfir veginn af göngustígnum neðan Vífilstaða og að Vífilstaðavatni.

100% sammála! Alltof mikill hraði.

Sammála lýsingu hraðinn er alltof mikill

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information