Göngustígar

Göngustígar

Göngustígar um Garðabæ eru sumir mjög mjóir og einhverjir illa farnir. Að auki slúta oft tré úr görðum yfir hluta göngustíganna sem mjókkar þá enn meira. Mikilvægt væri að breikka og laga þá göngustíga.

Points

Þessi hugmynd er á framkvæmdaáætlun Garðabæjar og fer því ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Betri Garðabær. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins stendur yfir til og með 20. maí og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar,  www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Tekið er undir þetta. Á Arnarnesinu t.d. eru gangbrautir mjórri en graseyjar auk þess sem gróður íbúa slútir yfir gangbrautir.

Víða eru gangstéttar svo mjóar að ekki er hægt að mætast á þeim þó svo að gangstétt sé aðeins öðru megin götunnar. Snjóruðningstæki komast ekki nema hálf á þessar gagnstéttar þannig að þau moka burt grasrót við hlið stíganna.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information