Það vantar örstuttan göngustígsstubb með Hraunsholtsbrautinni til að tengja saman hluta Ásahverfisins við gangbrautina sem liggur yfir í Hafnarfjörð. Væri til mikilla bóta. Algengt er að sjá fólk ganga á Hraunsholtsbrautinni sjálfri þar sem enginn gangstígur er til staðar.
Þessi hugmynd er á framkvæmdaáætlun Garðabæjar og fer því ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Betri Garðabær. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins stendur yfir til og með 20. maí og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.
Algjörlega, fólk keyrir líka á 50+ kl/klst þarna og það þyrfti að setja hraðahindranir eða göngubrautarljós því krakkarnir í hverfinu nota mikið gangbrautirnar þarna hjá kirkjunni og aðeins ofar
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation