Endur og aðrir fuglar sækja mikið í lækinn. Stækka mætti svæðin, sem fyrir eru, og setja jafnvel varphólma í tjarnirnar. Staðsetning tjarna: (1) Við undirgöng undir Hafnarfjarðarveg og (2) við Fjölbrautarskólann (FG). Tjarnirnar þyrftu ekki að vera stórar og auðvelt virðist vera að ýta til jarðvegi til þess að mynda þær. Krakkar gefa fuglum þarna oft á vetrum. Tjarnirnar myndu auka fuglalíf í læknum og veita smáfólki og öðru fólki, sem vill gefa öndum, ánægju.
Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verður komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins stendur yfir til og með 20. maí og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation