Húsnæði Sjálands veitingastaðar verði aðeins leigt út til samskonar rekstrar. Vantar gott kaffihús í hverfið sem er að mestu leyti eldra fólk frá 50/60 til 95+ ára. Jónshús er aðeins opið á virkum dögum og aðeins til kl. 16 daglega og því þörf á kaffihúsi með léttum veitingum en ekki lúxus veitingahús. Nýta mætti salinn stóra fyrir t.d. málverkasýningar, sýningar á handverki, smærri tónleika o.fl. í sama dúr. Einnig að gera aðstöðuna útifyrir meira aðlaðandi.
Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verður komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins stendur yfir til og með 20. maí og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation