Lystigarður Garðabæjar

Lystigarður Garðabæjar

Með fyrirmynd af lystigarðinum á Akureyri ætti Garðabær að hefja ræktun á útivistasvæði með lystigarðshönnun af blómstrandi trjám og runnum. Fullkominn staður væri einhversstaðar í tengslum við útivista og hreyfingasvæði við Heiðmörk eða jafnvel á grænu svæði austan eða við fallegu bygginu Vífilstaða. Hægt væri í framhaldinu að hafa sviðaðstöðu fyrir útitónleikahald og kaffihús og aðra menningu og listir. Þannig myndi Garðabær standa undir nafni með flottasta garð landsins.

Points

Þessi hugmynd er sambærileg annarri hugmynd sem fer áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins stendur yfir til og með 20. maí og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information