Hvað viltu sjá bætt í þjónustu Kópavogsbæjar með notkun gervigreindar og stafrænna lausna þegar kemur að íbúasamráði og Okkar Kópavogi? Íbúasamráð í Kópavogi er vettvangur þar sem bæjarbúar geta haft áhrif á þróun og þjónustu bæjarins. Markmiðið er að efla íbúalýðræði, nýta hugmyndir íbúa til umbóta og tryggja að ákvarðanir endurspegli þarfir og sjónarmið samfélagsins. Með samráði byggjum við sterkara og samstilltara samfélag. Íbúasamráð tekur margar myndir og er aðferðafræðin sérhönnuð að hverju verkefni fyrir sig. Ein þeirra er Okkar Kópavogur, sem er samráðsverkefni íbúa og bæjarins um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri nýframkvæmda- og viðhaldsverkefna í bænum. Sjá: https://www.kopavogur.is/is/ibuar/ibuasamrad og https://www.kopavogur.is/is/ibuar/okkar-kopavogur
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation